Hildur Björnsdóttir verður oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík eftir prófkjör flokksins sem lauk í gær. Hildur fékk 2.603 atkvæði í fyrsta sætið af 5.292 gildum atkvæðum.

Hildur og Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir sóttust báðar eftir fyrsta sætinu, en Alda endaði önnur. Eyþór Arnalds, núverandi oddviti gaf ekki kost á sér til endurkjörs.

Í kosningunum árið 2018 fékk Sjálfstæðisflokkurinn kjörna 8 borgarfulltrúar af 23 borgarfulltrúum í heildina. Alls kusu 5.545 í prófkjörinu. Gild atkvæði voru 5.292 atkvæði en auð og ógild atkvæði 253.

Úrslit prófkjörsins voru eftirfarandi:

  1. Hildur Björnsdóttir hlaut 2.603 atkvæði í 1. sætið.
  2. Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir með 2.257 atkvæði í 1. - 2. sæti.
  3. Kjartan Magnússon með 1.815 atkvæði í 1. - 3. sæti.
  4. Marta Guðjónsdóttir með 1.794 atkvæði í 1. - 4. sæti.
  5. Björn Gíslason með 1.555 atkvæði í 1. - 5. sæti.
  6. Friðjón R. Friðjónsson með 1.688 atkvæði í 1. - 6. sæti.
  7. Helgi Áss Grétarsson með 1.955 atkvæði í 1. - 7. sæti.
  8. Sandra Hlíf Ocares með 2.184 atkvæði í 1. - 8. sæti.
  9. Jórunn Pála Jónasdóttir með 2.396 atkvæði í 1. - 9. sæti.