Markaðsvirði japanskra bílaframleiðanda jókst verulega í morgun eftir að greint var frá viðskiptasamningi milli bandarískra og japanskra stjórnvalda sem felur í sér 15% almenna tolla á innfluttar vörur frá Japan til Bandaríkjanna.

Samkomulagið felur í sér að tollar á bíla verða lækkaðir niður í 15% frá núverandi 25% tollum bandarískra stjórnvalda. Tollar á innflutt stál og ál frá Japan verður áfram 50%.

Japanska hlutabréfavísitalan Nikkei 225 hækkaði um 3,5% í morgun en hlutabréf stóru bílaframleiðendanna leiddu hækkanir.

Hlutabréfaverð Mazda hækkaði um 18% í morgun, Toyota um 14% og Honda um 11%. Í umfjöllun Børsen kemur fram að þetta sé mesta hækkun á gengi hlutabréfa Toyota á einum degi frá árinu 1987.

Bent er á að hlutabréf japönsku bílaframleiðendanna höfðu lækkað fram að deginum í dag. Gengi Toyota hafði lækkað um 17% í ár, gengi Nissan um 36% og hlutabréfaverð Mazda um 22%.