© Aðsend mynd (AÐSEND)
Hrafnhildur lauk M.A. prófi í lögfræði frá Háskóla Íslands 2008 og LL.M. námi í umhverfisrétti frá Duke University School of Law 2015. Hún starfaði sem lögfræðingur hjá Umhverfisráðgjöf Íslands - Environice frá 2013 og sem lögfræðingur hjá Umhverfisstofnun á árunum 2009 til 2013.
Þá hefur hún verið stundakennari í alþjóðlegum og íslenskum umhverfisrétti við lagadeild Háskóla Íslands og unnið að rannsóknum í loftslagsrétti og umhverfisrétti við Lagastofnun Háskóla Íslands og Harvard Law School. Hrafnhildur hefur þegar hafið störf.