ÍV SIF Equity Farming (ÍSEF), eignarhaldsfélag í eigu hóps íslenskra fjárfesta, hefur eignast meirihluta í fiskeldisfyrirtækinu Hábrún, sem starfrækir eldi í Ísafjarðardjúpi. Fyrr á þessu ári eignaðist ÍSEF einnig meirihluta í fiskeldisfyrirtækinu ÍS 47 sem starfrækir eldi í Önundarfirði.
„Hábrún hf. er frumkvöðull í fiskeldi í Ísafjarðardjúpi. Félagið og fyrirrennarar þess fengu fyrst leyfi til eldisstarfsemi árið 1996 og hefur starfsemin vaxið og þróast jafnt og þétt síðan þá. Félagið er í dag öflugt fiskeldisfyrirtæki sem hyggur á aukin umsvif,“ segir í fréttatilkynningu.
© Aðsend mynd (AÐSEND)
„Starfsemi Hábrúnar hefur þróast undanfarin ár og kemur til með að þróast enn frekar næstu misseri. Við stefnum að því að efla fyrirtækið og starfsemi þess til muna og fögnum þeim áfanga sem náðist með aðkomu öflugs hóps íslenskra fjárfesta að félaginu. Það er lykilatriði í okkar áætlunum,“ er haft eftir Halldóri.
Ráðgjafar seljanda við voru Mar Advisors en fyrirtækjaráðgjöf Íslenskra verðbréfa var kaupanda til ráðgjafar við kaupin.