Kaupþing fékk greidda 97,8 milljónir punda, um 12 milljarða króna frá félaginu Oscatello í janúar 2019 að frádregnum kostnaði að því er fram kemur í ársreikningi Kaupþings fyrir árið 2018. Greiðslan kom i kjölfar þess að Kaupþing náði sátt við Robert Tchenguiz á síðasta ári. Þá kom fram að efni samkomulagsins væri trúnaðarmál. Oscatello var fjárfestingafélag Tchenguiz.

Tchenguiz-bræður, Robert og Vincent, voru meðal stærstu lánþega Kaupþings þegar bankinn fór í þrot. Þeir hafa átt í áralöngum málaferlum við Kaupþing og tengda aðila sem lauk á síðasta ári.