Heildarlaunagreiðslur á Íslandi í júní 2025 námu 186,4 milljörðum króna, samkvæmt nýjum gögnum frá Hagstofu Íslands. Það jafngildir 8,2% hækkun frá júní í fyrra. Um 223.600 einstaklingar fengu greidd laun og fjöldi launagreiðenda var 22.200.
Þrátt fyrir árlega hækkun drógust launagreiðslurnar lítillega saman milli maí og júní. Greiðslurnar eru ekki verðlagsleiðréttar.
Fjöldi starfandi er nánast óbreyttur.
Samtals voru 233.000 einstaklingar starfandi á vinnumarkaði í júní, samkvæmt skráningu, sem er aukning um 0,2% frá sama mánuði í fyrra – eða um 500 manns. Starfandi karlar voru 124.400 og konur 108.439.
Atvinnuleysi mældist 2,8%.
Árstíðaleiðrétt atvinnuleysi var 2,8% í júní, samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar. Það er 0,3 prósentustiga lækkun frá maí. Samhliða jókst atvinnuþátttaka í 82,3% og hlutfall starfandi í 80%.