Íslenskir lífeyrissjóðirnir hafa lengi verið áhugasamir um að fjárfesta í auknum mæli í innviðum. Slík fjárfesting sé til langs tíma sem henti þeim vel. Í lágvaxta umhverfi sé leitun að langtíma fjárfestingum með stöðugt tekjustreymi.

Lífeyrissjóðir og fleiri stofnanafjárfestar, fjármagna nýjan innviðasjóð í stýringu hjá Kviku sem mun ásamt Arion banka lána hátt í tvo þriðju af 13 milljarða kaupa bandaríska fjárfestingafélagsins Digital Bridge á svokölluðum óvirkum innviðum af Sýn og Nova.

Sjá einnig: Nýr sjóður og Arion fjármagna Íslandsturna

Lífeyrissjóðir eru einnig með til skoðunar kaup á allt að 20% hlut í Mílu á móti 80% franska sjóðstýringarfélagsins Ardian sem hyggst kaupa Mílu af Símanum á um 78 milljarða króna með yfirteknum skuldum.

Megnið af innviðum hér á landi er í eigu hins opinbera, ýmist ríkis eða sveitarfélaga. Í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar kemur fram að stefnt sé á að auka möguleika lífeyrissjóða til þátttöku í innviðafárfestingum með það að markmiði að flýta fyrir nauðsylegum opinberum framkvæmdum. Í skýrslu Samtaka iðnaðarins frá árinu 2017 var áætlað að uppsöfnuð fjárfestingarþörf í innviðum hér á landi væri um 420 milljarðar króna.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér .