Fyrirtækin Luxor tækjaleiga og IB Creative tilkynntu í dag um sameiningu fyrirtækjanna undir nafni þess fyrrnefnda. Þetta kemur fram á vef mbl.is .
Fyrirtækið Luxor er þekktast fyrir ljósa, hljóð, skjá,- og sviðsleigu hér á landi. IB Creative er þekktast fyrir myndbandshönnun á ýmsum verkefnum.
IB Creative hefur jafnframt séð um hönnun og þjónustu við erlend leikhús og hljómsveitir á borð við Two Door Cinema Club, Blur og Backstreet Boys.
Markmið sameiningarinnar er að efla enn frekar hönnun verkefna og þjónustu við sviðslistir.