Gengislækkanir hafa að mestu einkennt undanfarna daga á Aðalmarkaði Kauphallarinnar og það sem af er ári hefur OMXI10 úrvalsvísitalan lækkað um 11,5%.
Gengi hlutabréfa Marels hefur lækkað mest á þessu ári, eða um 19,6%. Fast æa hæla Marels kemur Kvika með 19,4% lækkun og svo Síldarvinnslan með 12,9% lækkun.
Aftur á móti hafa bréf Eikar hækkað mest, eða um tæplega 9%. Gengi Origo hefur hækkað næstmest, um tæplega 7%, og svo kemur Skeljungur með 3,5% hækkun.