Margrét Guðmundsdóttir, stjórnarmaður hjá Festi, keypti hlutabréf í smásölufyrirtækinu fyrir 9,7 milljónir króna í hádeginu í dag. Alls keypti hún 50 þúsund hluti á genginu 194 krónur á hlut, samkvæmt tilkynningu til Kauphallarinnar.
Um er að ræða annað skiptið í ár sem Margrét kaupir í félaginu en í byrjun maí festi hún kaup á 45 þúsund hlutum í Festi á genginu 232 krónur, fyrir 10,4 milljónir króna.
Samkvæmt ársreikningi samstæðunnar fór hún með 83 þúsund hluti í árslok 2021. Gera má því ráð fyrir að Margrét eigi nú um 178 þúsund hluti í Festi að markaðsvirði 34,5 milljónir króna.
Margrét hóf stjórnarstörf hjá N1 árið 2011 og var formaður Festi til mars 2020. Hún situr einnig í stjórn Eignarhaldsfélagsins Lyngs, Eimskips, Heklu, og Paradísar.