Fjarskiptafélagið Nova hefur sett af stað tilboð þar sem viðskiptavinir fá 50% afslátt í þrjá mánuði af áskrift að SÝN+ Allt Sport eða annarri íslenskri streymisveitu, þegar þeir eru með heimanet frá Nova.
Samkvæmt félaginu tryggir tilboðið að viðskiptavinir hafi greiðan aðgang að enska boltanum í vetur, auk mikils úrvals annarra íþrótta- og afþreyingarefnis.
Tilboðið gildir jafnt fyrir nýja og núverandi viðskiptavini, einnig þá sem hafa verið með sambærilegar áskriftarleiðir hjá SÝN. Nova hvetur jafnframt fólk til að hætta að nota hefðbundna myndlykla, sem félagið bendir á að kosti íslenska neytendur yfir 1,5 milljarð króna á ári í gjöld.
Í boðinu er meðal annars aðgangur að Bestu deildinni, Bónusdeildinni, Meistaradeild Evrópu, NFL og öðrum íþróttaviðburðum. Þá fylgir áskrift að SÝN+ með fjölbreyttu úrvali þátta, barnaefnis og kvikmynda, sem og Viaplay Total.
„Það er miklar breytingar á sjónvarpsmarkaðnum með tilkomu þess að HBO Max er komið til Íslands og sýningaréttur á enska boltanum að flytjast. Það er alltaf kappsmál fyrir Nova að viðskiptavinir okkar séu sínir eigin dagskrárstjórar og hafi alltaf mikið úrval af afþreyingu á besta dílnum hjá Nova til viðbótar við öll þau ótal fríðindi í vildarklúbbnum okkar sem fylgja Nova appinu. Þar sem enski boltinn og fleira íþróttaefni flyst í vetur yfir til SÝN erum við nú að bjóða sjónvarpsáskriftir á besta verðinu og á það ekki bara við um boltann. Tilboðið gildir um hvaða íslensku streymisveitu sem er, eins og t.d. Sjónvarp Símans Premium. Þú kaupir aðganginn hjá Nova, greiðir lægra verð og horfir í appi Sýnar eða Símans“, segir Margrét Tryggvadóttir, skemmtana- og forstjóri Nova.