Sænski haframjólkurframleiðandinn Oatly safnaði 1,4 milljarði dala í nýloknu hlutafjárútboði sem var lokahnykkurinn tengdur skráningu félagsins á hlutabréfamarkað vestanhafs. Reuters greinir frá.

Stórstjörnur á borð við Oprah Winfrey, Natalie Portman og Jay Z hafa á undanförnum árum fjárfest í félaginu.

Sjá einnig: Verðmæti Oatly ríflega billjón króna

Í hlutafjárútboðinu voru seldir 84,4 milljónir hluta í félaginu og kostaði hver hlutur 17 dali. Miðað við það er Oatly alls metið á 10 milljarða dala.