Þýska Porsche fjölskyldan er að setja á laggirnar nýjan sjóð sem einblínir á fjárfestingar í varnarmálum og leitast þar með við að græða á vígbúnaðarátakinu Evrópu.

Þýskaland ætlar að verja allt að 500 milljörðum evra í að vígvæðast, eða 71.000 milljörðum króna.

Porsche SE, eignarhaldsfélag fjölskyldunnar, sem á 12,5% hlut beint í samnefnda lúxusbílaframleiðandanum og ræður yfir meirihluta atkvæða í Volkswagen. Félagið er með 34 milljarða evra í eigið fé., eða 5.000 milljarða króna.

Hefur forðast vopn og fortíðina

Skrefið inn í varnarmál er stórt skref fyrir Porsche-fjölskylduna sem hefur forðast að starfa í öryggis- og varnarmálageiranum frá sjöunda áratugnum.

Ferdinand Porsche, stofnandi bílaframleiðandans og verkfræðingurinn á bak við söluhæsta bíl heims, Volkswagen Bjölluna, var áberandi persóna í Þýskalandi nasismans og persónulegur vinur Adólfs Hitlers.

Ferdinand Porsche fer yfir teikningar af Bjöllunni.
© EPA (EPA)

Ferdinand gegndi lykilhlutverkum í hönnun skriðdreka, framleiðslu fallbyssuturna og starfaði um tíma að V-2 eldflaugunum. Síðan þá hafa afkomendur hans reynt að gleyma þessum kafla í sögu fjölskyldunnar þó fyrirtæki þeirra hafi gengist við þeim og minnst þeirra.

Uppgjör undir væntingum

Porsche SE, sem er skráð í kauphöllinni í Frankfurt, kynnti uppgjör sitt í vikunni sem var að líða.

Volkswagen og Porsche lækkuðu nýlega bæði afkomuspár sínar fyrir árið þar sem afkoman versnar verulegu vegna bandarískra tolla. Er það ofan á áskoranir hjá fyrirtækjunum, þar á meðal hægs rafbílamarkað, strangari reglur um kolefnislosun og erfiðleika í Kína þar er verðstríð ríkir á bílamarkaðnum.

© epa (epa)

Uppgjörið olli vonbrigðum. Porsche SE gerir nú ráð fyrir 1,6 – 3,6 milljarða evra hagnaði eftir skatta, á bilinu 230-510 milljarða króna.

Áður hafði félagið spáð 2,4 – 4,4 milljörðum evra í hagnað, eða 340-625 milljörðum króna.

Ræddi endurkomuna inn í varnarmálin

Hans Dieter Pötsch, forstjóri Porsche SE, fór nánar inn á nýja sjóðinn í fjárfestingatilkynningu vegna uppgjörsins, en fjölskyldan upplýsti fyrst um sjóðinn í mars.

„Varðandi eignasafnið þá er markmið okkar að auka þátttöku okkar í varnarmála- og varnartengdum geirum á sama tíma og við viðhöldum okkar kjarnaáherslu á bílum og iðntækni.“