Rakel Ás­geirs­dóttir, for­stöðumaður á skrif­stofu banka­stjóra Ís­lands­banka, hefur í gegnum einka­hluta­félag sitt Straum­nes 401 ehf. keypt hluta­bréf í bankanum fyrir sam­tals 25,1 milljón króna.

Sam­kvæmt til­kynningu til Kaup­hallar Ís­lands voru keyptir 200 þúsund hlutir í Ís­lands­banka hf. þann 7. ágúst 2025 á genginu 125,50 krónur á hlut. Heildar­virði við­skiptanna nemur því 25.100.000 krónum.

Við­skiptin voru til­kynnt á grund­velli 19. greinar MAR-reglu­gerðarinnar, sem kveður á um að stjórn­endur út­gefanda og aðilar þeim nákomnir skuli upp­lýsa um við­skipti sín með fjár­mála­gerninga í félaginu.

Gengi Ís­lands­banka hefur hækkað um 0,80% í dag og stóð í 126,50 krónum við lokun markað í dag.

Á síðastliðnum mánuði hefur gengi bréfa bankans hækkað um 5,86% og um tæp 30% á síðastliðnum tólf mánuðum.

Heildarvelta með bréf bankans nam 550 milljónum króna í dag.