Rík­harður Daða­son, eig­andi félagsins RD Invest og eigin­maður Eddu Her­manns­dóttur, for­stöðu­manns Markaðs- og sam­skipta­sviðs Ís­lands­banka, hefur selt 300.281 hluti í Ís­lands­banka.

Samkvæmt kauphallartilkynningu fór salan fram á genginu 122,5 krónur á hlut, og nam heildarvirði viðskiptanna því 36,8 milljónum króna.

Við­skiptin fóru fram í Kaup­höll Ís­lands fyrir helgi. Söluverðið er því í samræmi við dagslokagengi Íslanbanka á föstudaginn.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Ríkharður kemur við sögu í viðskiptum með bréf í Íslandsbanka.

Árið 2022 tók hann þátt í lokuðu út­boði Bankasýslunnar þar sem hann keypti hluta­bréf í bankanum fyrir um 27 milljónir króna.

Á þeim tíma keypti hann 230.657 hluti í bankanum en gengið í útboðinu var 117 krónur á hlut.