For­seti Úkraínu, Volodymyr Selenskí, fundar í dag með Donald Trump og helstu leið­togum Evrópu í Hvíta húsinu.

Á dag­skrá eru mögu­legar öryggis­tryggingar fyrir Úkraínu eftir stríðið, á sama tíma og aukinn þrýstingur er á Selenskí að fallast á landa­mæra­breytingar sem Rússar hafa sett sem skil­yrði fyrir friði.

Trump hitti Vla­dimír Pútín í Alaska á föstu­daginn og vék þá frá kröfu sinni um tafar­laust vopna­hlé, samkvæmt Financial Times.

Í kjölfarið sögðust þeir ætla að vinna að beinu friðar­sam­komu­lagi, sem olli miklum áhyggjum í Kænugarði og víða í Evrópu.

Trump gaf síðan í skyn á sam­félags­miðlinum Truth Social að Selenskí gæti bundið endi á stríðið „nánast strax“ ef hann vildi.

Bandaríkin hafa þó gefið til kynna að þau séu reiðu­búin að ræða öryggis­tryggingar sem gætu líkst 5. grein NATO-sátt­málans.

Evrópuríki hafa jafn­framt lagt fram hug­mynd um sér­staka trygginga­her­sveit með aðal­stöðvar í París.

Selenskí krefst hins vegar skýrari út­færslu á því hverju Bandaríkin og Evrópa muni raun­veru­lega skuld­binda sig til.

Á sama tíma héldu árásir Rússa áfram um helgina.

Úkraínski flug­herinn greindi frá því að fjórum eld­flaugum og rúm­lega 100 drónum hefði verið skotið á úkraínskar borgir, meðal annars Kharkiv.

Selenskí sagði í Brussel að ómögu­legt væri að ræða friðar­samninga á meðan landið sætti stöðugum árásum og krafðist vopna­hlés áður en áfram yrði samið.

Á fundinum í Was­hington sitja einnig Ur­sula von der Leyen, Fri­edrich Merz, Keir Star­mer, Emmanuel Macron, Giorgia Meloni, Alexander Stubb og Mark Rutte, fram­kvæmda­stjóri NATO. Þar verður, auk öryggis­mála, rætt um refsiað­gerðir gegn Rússum og fjár­mögnun úkraínska hersins.