Á ætlaður kostnaður af skráningu Alvotech, systurfélags Alvogen, á markað í Bandaríkjunum og á Íslandi nemur 49 milljónum dollara, um sex milljörðum króna að því er fram kemur í uppfærðri skráningarlýsingu Alvotech sem birt var í síðustu viku.
Sjá einnig: Stjórnendur Alvotec fá milljarða bónus
Til stendur að skrá Alvotech á markað á fyrri helmingi þessa árs í gegnum samruna við svokallað sérhæft yfirtökufélag (e. SPAC) í Bandaríkjunum sem nefnist Oaktree Acquisition Corp II. Áætlaður kostnaður Alvotech er um 27,2 milljónir dollara, um 3,4 milljarðar króna, en kostnaður SPAC félagsins er um 22,6 milljónir dollara, um 2,8 milljarðar króna.
Sjá einnig: Lækka lánshæfi Alvogen vestra
Því til viðbótar bætast við 8,85 milljónir dollara, um 1,1 milljarður króna í eftir á greidda þóknun vegna sölutryggingar til Deutsche Bank og Citi í tengslum við skráningu SPAC félagsins á markað árið 2020. Áætlaður kostnaður við skráninguna er um 800 milljónum króna hærri en í upphaflegri skráningarlýsingu Alvotech sem birt var skömmu fyrir jól.
Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér .