Sonja Arnórs­dóttir hefur látið af störfum sem fram­kvæmda­stjóri tekna- og þjónustu­sviðs (CCO).

Sam­kvæmt til­kynningu Kaup­hallarinnar munu verk­efni sem heyrðu undir Sonju færast yfir á skrif­stofu for­stjóra og heyra þá undir for­stjóra fyrir­tækisins, Einar Örn Ólafs­son.

„Sonja hefur haft yfir­um­sjón með að leiða inn sölu- og þjónustu­ferla innan fyrir­tækisins. Í dag stöndum við uppi með kröftug sölu­kerfi sem munu reynast fyrir­tækinu vel. Þar að auki hafa verið inn­leidd öflug þjónustu­viðmið sem sést hvað best í þeirri ein­kunn sem við fáum í þjónustukönnunum. NPS-skorið okkar hefur hækkað hratt undan­farið og stendur nú í 54, sem er eitt­hvað sem við getum verið virki­lega stolt af,” segir Einar Örn Ólafs­son.

Að sögn Einars er þörf á að gera ákveðnar skipu­lags­breytingar í tengslum við nýja stefnu flug­félagsins en mark­miðið er að sam­eina svið og ein­falda reksturinn.

„Ég vil þakka Sonju fyrir hennar góða fram­lag til fyrir­tækisins og óska henni vel­farnaðar í komandi verk­efnum,” segir Einar Örn Ólafs­son.

„Það hefur verið einstök veg­ferð að taka þátt í PLAY ævintýrinu og þetta er reynsla sem ég mun ávallt búa að. Við höfum náð að skapa mjög góðan sölu- og þjónustu­grunn sem mun reynast mikilvægur fyrir PLAY að byggja á til framtíðar. Nú þegar ég hverf á önnur mið vil ég þakka starfs­fólki PLAY fyrir frábæran tíma og óska þeim alls hins besta,” segir Sonja.