Hugmyndin að Cibo Amore kviknaði þegar Davíð Már Sigurðsson, einn af stofnendum veitingastaðarins, var á ferðalagi á Ítalíu. Hann hafði heimsótt ítalskan samlokustað og varð svo hrifinn að hann ákvað að hafa samband við matreiðslumanninn Þráin Júlíusson.
„Þetta byrjaði upprunalega á því að við vorum þrjú með þetta, ég, Davíð og kærastan mín, Kristín Gyða Smáradóttir. Davíð var á ferðalagi með syni sínum og vinum hans í Róm og datt þarna inn á einhvern stað. Hann kemur heim og varð svo yfir sig hrifinn að hann hafði samband við mig og kemur með þessa hugmynd,“ segir Þráinn.
Veitingastaðurinn opnaði svo dyr sínar 16. júní á þessu ári og hefur því verið starfræktur í rúmar átta vikur. Eigendur segjast eingöngu notast við ferskt hráefni og fá þeir foccacia-brauðin til að mynda send beint frá Sandholti.
Fjallað er um málið í Viðskiptablaði vikunnar. Áskrifendur geta nálgast umfjöllunina í heild sinni hér.