Áhrifavaldarnir Sólrún Lilja Diego Elmarsdóttir, Lína Birgitta Sigurðardóttir og Guðríður Jónsdóttir hafa stofnað saman félagið Lima ehf. Í skráningargögnum segir að tilgangur félagsins felist í markaðsráðgjöf og þjónustu því tengt ásamt dagskrárgerð og framleiðslu afþreyingarefnis.

Sólrún og Lína Birgitta segja í samtali við Viðskiptablaðið að félagið hafi verið stofnað utan um hlaðvarpið Spjallið sem hóf göngu sína í lok október. Þær hafa alls gefið út átján þætti.

Þríeykið hyggst einnig gefa frá sér nýja vöru en þær vilja ekki greina nánar frá verkefninu að svo stöddu. Sólrún og Lína Birgitta segja að stefnan sé að fara með vöruna á markað í sumar eða haust.