Klínískum rannsóknum á AVT04, nýju lyfi Alvotech, sem nú standa yfir kann að seinka þar sem þær hafa að hluta farið fram í Úkraínu samkvæmt uppfærðri skráningarlýsingu Alvotech. Þar segir að fyrsta stigs endapunkti rannsókna hafi verið náð en söfnun gagna um heilsu og sjúklinga í Úkraínu sé ekki að öllu leyti lokið.
Stefnt hefur verið að frekari klínískum rannsóknum á árinu, meðal annars í Úkraínu. Dragist átökin á langinn gæti það því seinkað prófunum og leyfisveitingaferli lyfsins en vonast er til að niðurstöður klínískra rannsókna AVT04 liggi fyrir á síðari helmingi ársins og það verði annað lyf Alvotech í sölu. AVT04 er líftæknihliðstæða af frumlyfinu Stelara.
Skrá á Alvotech á markað á Íslandi og Bandaríkjunum í gegnum samruna við SPAC félagið Oaktree Acquisition Corp. II á fyrri hluta ársins.