American Bitcoin, raf­mynta­fyrir­tæki Eric Trump og Donald Trump Jr., leitar að skráðum fyrir­tækjum í Asíu til að safna upp miklu magni af bitcoin.

Bandaríska raf­mynta­fyrir­tækið American Bitcoin, sem synir Bandaríkja­for­setans Donald Trump eiga hlut í, er að kanna mögu­leg kaup á fyrir­tækjum í Japan og hug­san­lega Hong Kong, sam­kvæmt heimildum FT.

Til­gangurinn er að nota þessi fyrir­tæki til að safna upp miklu magni af bitcoin og fylgja þannig að­ferðafræði sem Michael Saylor og fyrir­tæki hans, Stra­tegy, hafa gert vinsæla.

American Bitcoin er nú þegar byrjað að byggja upp bitcoin-forða og hefur byrjað að ræða við fjár­festa um hug­san­legar yfir­tökur.

Í yfir­lýsingu segir American Bitcoin að mark­mið félagsins sé að „byggja upp öflugasta og skil­virkasta Bitcoin-söfnunar­kerfi í heiminum“ með áherslu á hag­kvæman rekstur og langtíma­virðis­aukningu fyrir hlut­hafa.

Fyrir­tækið segir jafn­framt að það skoði tækifæri á mörkuðum þar sem bandarísk for­ysta í bitcoin geti skapað mikla staðbundna eftir­spurn, en að engin bindandi sam­komulög séu enn í höfn.

Hvorki Eric Trump, sem er með­stofnandi og yfir­maður stefnumótunar (CSO) fyrir­tækisins, né bróðir hans, Donald Trump Jr., svöruðu ekki fyrir­spurnum FT.

American Bitcoin er frábrugðið Stra­tegy að því leyti að félagið vinnur einnig ný bitcoin í gegnum námu­vinnslu.

Félagið áformar að skrá sig á bandarískan hluta­bréfa­markað í septem­ber með sam­runa við Gryp­hon Digi­tal Mining, sem er þegar skráð á Nas­daq.

American Bitcoin er frábrugðið Stra­tegy að því leyti að félagið vinnur einnig ný bitcoin í gegnum námu­vinnslu.

Félagið áformar að skrá sig á bandarískan hluta­bréfa­markað í septem­ber með sam­runa við Gryp­hon Digi­tal Mining, sem er þegar skráð á Nas­daq.

American Bitcoin var áður þekkt sem American Data Centers (ADC), dóttur­félag Dominari Holdings, verðbréfa- og fjártækni­sam­steypu með að­setur í Trump Tower í New York.

Í mars var félagið endur­merkt í sam­starfi við kana­díska námu­fyrir­tækið Hut 8, sem af­henti allan námu­búnað sinn í skiptum fyrir meiri­hluta í ADC. Eric og Donald Trump Jr. voru á meðal fyrstu fjár­festa í ADC.