Tæknilegir örðugleikar komu upp í viðskiptakerfi Nasdaq á Norðurlöndunum og Eystrasaltsríkjunum, INET, klukkan 15:00 á íslenskum tíma.

Nasdaq Nordic hefur ákveðið að fella niður viðskipti á hlutabréfamarkaðnum á Íslandi, í Svíþjóð og Noregi sem fóru fram eftir klukkan þrjú í dag, að því er segir á heimasíðu Nasdaq.

Velta á íslenska hlutabréfamarkaðnum nam ríflega 3,2 milljörðum króna í dag. Um helmingur veltunnar var með hlutabréf Alvotech, Arion banka og Íslandsbanka.