Áskrifendum The New York Times fjölgar áfram hratt, samkvæmt nýbirtu uppgjöri fyrir annan ársfjórðung 2025. Blaðið bætti við sig um 230.000 nýjum netáskrifendum á tímabilinu og lauk fjórðungnum með alls 11,3 milljónir netáskrifenda.
Heildarfjöldi áskrifenda að öllum vörum fyrirtækisins, þar með talin prentáskrift, matreiðsluapp, leikjum, The Athletic og Wirecutter, er nú 11,9 milljónir.
Heildartekjur fyrirtækisins námu 686 milljónum dala, sem er næstum 10% aukning frá sama tíma í fyrra. Rekstrarhagnaður var 106,6 milljónir dala og aðlagaður hagnaður nam 58 sentum á hlut, vel yfir væntingum markaðarins sem var 51 sent.
Netáskriftartekjur jukust um meira en 15% og námu 350 milljónum dala, en heildartekjur vegna áskrifta á neti og prenti hækkuðu um 9,6%, í 481,4 milljónir dala. Meðalverð á netáskriftum var 9,64 dalir á mánuði, sem er hækkun um rúm 3% milli ára.
Viðsnúning hjá The Athletic
Íþróttamiðillinn The Athletic, sem New York Times keypti árið 2022, skilaði rekstrarhagnaði í fyrsta sinn. Fjölmiðillinn hagnaðist um 5,8 milljónir dala. Tekjur Athletic námu 54 milljónum, sem er 33% aukning, og auglýsingatekjur nánast tvöfölduðust í 14,1 milljón dala.
Auglýsingatekjur á netinu jukust um 19% samhliða því að heildarauglýsingatekjur námu 134 milljónum dala, sem er 12% vöxtur.
Aðrar tekjur, m.a. vegna samstarfs við Amazon og kauphegðunarlestrar á Wirecutter, námu 70,5 milljónum dala. WSJ greindi frá því að samningur við Amazon um gervigreind geti fært fyrirtækinu yfir 20 milljónir dala árlega næstu ár.
Fyrirtækið spáir áframhaldandi vexti í netáskriftum og býst við um 13–16 prósenta aukningu á þriðja fjórðungi auk hækkunar í netauglýsingatekjum.
Samhliða því vinnur fyrirtækið markvisst að því að draga úr áhrifum minnkandi umferðar frá leitarvélum með því að styrkja tengsl sín við áskrifendur.
Forstjóri NYT, Meredith Kopit Levien, segir gervigreindartól eins og ChatGPT og AI-nýjungar frá Google þegar hafa haft áhrif á fjölmiðla:
„Tæknifyrirtæki eru að þróa lausnir sem draga úr umferð á vefsíður útgefenda en bein tenging okkar við lesendur gerir okkur betur í stakk búin til að bregðast við þeirri þróun.“