Áskrif­endum The New York Times fjölgar áfram hratt, sam­kvæmt ný­birtu upp­gjöri fyrir annan árs­fjórðung 2025. Blaðið bætti við sig um 230.000 nýjum netá­skrif­endum á tíma­bilinu og lauk fjórðungnum með alls 11,3 milljónir netá­skrif­enda.

Heildar­fjöldi áskrif­enda að öllum vörum fyrir­tækisins, þar með talin prentá­skrift, mat­reiðslu­app, leikjum, The At­hletic og Wirecutter, er nú 11,9 milljónir.

Heildar­tekjur fyrir­tækisins námu 686 milljónum dala, sem er næstum 10% aukning frá sama tíma í fyrra. Rekstrar­hagnaður var 106,6 milljónir dala og aðlagaður hagnaður nam 58 sentum á hlut, vel yfir væntingum markaðarins sem var 51 sent.

Netá­skriftar­tekjur jukust um meira en 15% og námu 350 milljónum dala, en heildar­tekjur vegna áskrifta á neti og prenti hækkuðu um 9,6%, í 481,4 milljónir dala. Meðal­verð á netá­skriftum var 9,64 dalir á mánuði, sem er hækkun um rúm 3% milli ára.

Viðsnúning hjá The Athletic

Íþrótta­miðillinn The At­hletic, sem New York Times keypti árið 2022, skilaði rekstrar­hagnaði í fyrsta sinn. Fjölmiðillinn hagnaðist um 5,8 milljónir dala. Tekjur At­hletic námu 54 milljónum, sem er 33% aukning, og aug­lýsinga­tekjur nánast tvöfölduðust í 14,1 milljón dala.

Aug­lýsinga­tekjur á netinu jukust um 19% sam­hliða því að heildar­aug­lýsinga­tekjur námu 134 milljónum dala, sem er 12% vöxtur.

Aðrar tekjur, m.a. vegna sam­starfs við Amazon og kaup­hegðunar­lestrar á Wirecutter, námu 70,5 milljónum dala. WSJ greindi frá því að samningur við Amazon um gervi­greind geti fært fyrir­tækinu yfir 20 milljónir dala ár­lega næstu ár.

Fyrir­tækið spáir áfram­haldandi vexti í netá­skriftum og býst við um 13–16 pró­senta aukningu á þriðja fjórðungi auk hækkunar í netaug­lýsinga­tekjum.

Sam­hliða því vinnur fyrir­tækið mark­visst að því að draga úr áhrifum minnkandi um­ferðar frá leitar­vélum með því að styrkja tengsl sín við áskrif­endur.

For­stjóri NYT, Meredith Kopit Levien, segir gervi­greindar­tól eins og Chat­GPT og AI-nýjungar frá Goog­le þegar hafa haft áhrif á fjölmiðla:

„Tækni­fyrir­tæki eru að þróa lausnir sem draga úr um­ferð á vefsíður út­gef­enda en bein tenging okkar við les­endur gerir okkur betur í stakk búin til að bregðast við þeirri þróun.“