Heildarvelta með hlutabréf á aðalmarkaði Kauphallarinnar nam 2,1 milljarði í dag, og úrvalsvísitalan lækaði um 0,06%.
Lítil hreyfing var á verði hlutabréfa flestra skráðra félaga. Hástökkvari dagsins var Kvika banki með 1,44% hækkun í 308 milljóna króna viðskiptum. Næst komu bréf Festar með 0,81% hækkun í hverfandi 1,9 milljóna viðskiptum, og í þriðja sæti var Skeljungur með 0,62% hækkun í 92 miljóna viðskiptum.
Heimavellir lækkuðu mestir allra um 1,67% í tæplega hálfrar milljónar viðskitpum, Sjóvá um 1,48% í 201 milljóna króna viðskiptum, og Eimskip um 1,10% í 23 milljóna króna viðskiptum.
Mest var velta með bréf Arion banka, rúmur hálfur milljarður, sem skilaði bankanum 0,53% hækkun, en næst voru bréf Símans sem hækkuðu um 0,22% í 394 milljóna viðskiptum, og bréf Kviku voru þau þriðju veltuhæstu, en sem áður segir hækkuðu þau um 1,44% í 308 milljóna viðskiptum.