Yfirskattanefnd hefur hnekkt ákvörðun tollayfirvalda um að leggja toll á búslóð einstaklings sem flutti heim til Íslands frá Noregi sumarið 2021.

Tollayfirvöld töldu of langan tíma hafa liðið frá því einstaklingurinn flutti lögheimili sitt til Íslands árið 2019, og þar til af flutningunum varð. Miða ætti við ákvæði reglugerðar um að sá sem flytur heim til Íslands hefði sex mánuði til að flytja búslóð tollfrjálst til landsins. Því bæri að leggja toll á búslóðina.

Einstaklingurinn, sem flutti til Noregs árið 2016, benti hins vegar á að ekki hafi orðið að þrátt fyrir lögheimilsflutninginn árið 2019 hafi ekki orðið af raunverulegum flutningum til Íslands fyrr en sumarið 2021. Flutningarnir hafi tafist og í kjölfarið skall heimsfaraldur á árið 2020. Fjölskyldan hafi að lokum ákveðið að flytja heim sumarið 2021 þegar grunnskólanámi eins barna kæranda væri lokið.

Yfirskattanefnd féllst á með kæranda að búferlaflutningarnir hafi í reynd verið árið 2021 þó lögheimilið hafi verið flutt fyrr til landsins og því ætti ekki að leggja toll á búslóðina.