Bandaríska farveitufyrirtækið Revel hefur greint frá því að fyrirtækið muni einblína á hleðslustöðvar í stað skutlþjónustu sökum mikillar samkeppni, að því er segir í frétt Bloomberg um málið.

Revel hefur verið starfandi í New York síðastliðin fjögur ár en um 670 bílstjórar keyra undir merkjum fyrirtækisins og nýttu sér að jafnaði 45 þúsund manns sér þjónustu Revel mánaðarlega. Til samanburðar voru farþegar Lyft og Uber um 20 milljónir og bílstjórar fleiri en 80 þúsund í júní sl.

Uber og Lyft nýta sér þó í dag hleðsluþjónustu Revel en sem stendur er fyrirtækið með um 100 hleðslustöðvar í New York og eina í San Francisco. Stefnt er á að hleðslustæði verði 400 í New York, Los Angeles og San Francisco fyrir lok næsta árs og allt að tvö þúsund fyrir árið 2030. Stjórnendur telja að með breytingunni geti félagið aukið tekjur sínar og orðið arðbært.