Úrvalsvístalan OMXI15 lækkaði um 0,97% í viðskiptum dagsins og fylgdi íslenski markaðurinn þannig eftir þróun alþjóðlegra markaða í dag.
Helstu hlutabréfavísitölur heimsins lækkuðu í dag vegna óvissu í kringum tollaákvörðun Donalds Trumps Bandaríkjaforseta.
Að undanskildu 11% gengislækkun Play í örviðskiptum var þó ekki mikið um stórar lækkanir í hlutabréfaverði í dag.
Gengi JBT Marel, sem birtir árshlutauppgjör á mánudaginn, lækkaði um 3% í 61 milljón króna viðskiptum. Dagslokagengið var 16.300 krónur.
Hlutbréfaverð Sýnar lækkaði um 3% í 14 milljón króna viðskiptum. Dagslokagengi Sýnar var 31 króna á hlut.
Gengi Alvotech lækkaði um tæp 2% í 158 milljón króna viðskiptum.
Ölgerðin var eina félagið sem hækkaði um meira en 1% er gengi félagsins fór upp um rúmt prósentustig í 37 milljón króna viðskiptum. Dagslokagengi Ölgerðarinnar var 17,6 krónur.
Heildarvelta á markaði nam 1,9 milljörðum króna.