Úr­vals­vís­talan OMXI15 lækkaði um 0,97% í við­skiptum dagsins og fylgdi ís­lenski markaðurinn þannig eftir þróun alþjóð­legra markaða í dag.

Helstu hluta­bréfa­vísitölur heimsins lækkuðu í dag vegna óvissu í kringum tollaákvörðun Donalds Trumps Bandaríkja­for­seta.

Að undan­skildu 11% gengislækkun Play í ör­við­skiptum var þó ekki mikið um stórar lækkanir í hluta­bréfa­verði í dag.

Gengi JBT Marel, sem birtir árs­hluta­upp­gjör á mánu­daginn, lækkaði um 3% í 61 milljón króna við­skiptum. Dagsloka­gengið var 16.300 krónur.

Hlut­bréfa­verð Sýnar lækkaði um 3% í 14 milljón króna við­skiptum. Dagsloka­gengi Sýnar var 31 króna á hlut.

Gengi Al­vot­ech lækkaði um tæp 2% í 158 milljón króna við­skiptum.

Öl­gerðin var eina félagið sem hækkaði um meira en 1% er gengi félagsins fór upp um rúmt pró­sentu­stig í 37 milljón króna við­skiptum. Dagsloka­gengi Öl­gerðarinnar var 17,6 krónur.

Heildar­velta á markaði nam 1,9 milljörðum króna.