Vöru­við­skipti Ís­lands voru í júlí óhagstæð um 44,2 milljarða króna, sam­kvæmt bráða­birgðatölum Hag­stofunnar.

Út voru fluttar vörur fyrir 72,4 milljarða króna á fob-verðmæti, en inn voru fluttar vörur fyrir 116,6 milljarða króna á cif-verðmæti (110,6 milljarða fob).

Það þýðir að Ís­land flutti inn mun meira af verðmætum en land og þjóð flutti út, og hallinn nam 10 milljörðum króna meira en í júlí í fyrra.

Á síðustu tólf mánuðum hefur vöru­við­skipta­jöfnuðurinn verið óhagstæður um alls 483,5 milljarða króna, sem er 115,5 milljörðum verra en á sama tíma­bili árið áður.

Viðvarandi við­skipta­halli felur í sér að út­flutnings­tekjur landsins nægja ekki til að standa undir inn­flutningi. Til að brúa bilið þarf annaðhvort að afla frekari gjald­eyris­tekna, til dæmis með auknum út­flutningi á vörum og þjónustu, eða fjár­magna inn­flutninginn með lántökum eða því að selja eignir til út­landa.

Þegar hallinn vex getur það haft þrýstingsáhrif á gengi krónunnar, sem getur leitt til hærri verðbólgu og minni kaup­máttar heimilanna. Fyrir­tæki sem reiða sig á inn­flutt hráefni eða búnað geta einnig þurft að glíma við hærri kostnað sem gæti endur­speglast í verði til neyt­enda.

Verðmæti vöru­inn­flutnings á tólf mánaða tíma­bili var 1.454,5 milljarðar króna og jókst um 145,4 milljarða króna miðað við tólf mánaða tíma­bil ári fyrr eða 11% á gengi hvors árs fyrir sig.

Sam­dráttur var í inn­flutningi á elds­neyti, smurolíum og flutningatækjum. Mesta aukning í inn­flutningi var í fjár­festingar­vörum sem jukust um 40%. Mikinn vöxt í fjár­festinga­vörum má að veru­legu leyti rekja til um­fangs­mikils inn­flutnings tölvu­vara hjá fyrir­tækjum sem reka gagna­ver í landinu.

Meðal­tal gengis­vísitölu síðustu tólf mánaða var 190,9 og styrktist um 1,8% (194,3) frá tólf mánaða tíma­bili ári fyrr.

Gengið var 6,6% sterkara í júlí 2025 (181,9) saman­borið við júlí 2024 (194,9).