Pólitískur þrýstingur á seðla­banka er að aukast sam­hliða stóraukinni skuld­setningu ríkja og hættan á svo­kölluðu „fjár­lagalýðskrumi“ (e. fis­cal popul­ism) vofir yfir, að mati Andy Halda­ne, fyrr­verandi aðal­hag­fræðings Seðla­banka Eng­lands.

Í nýjum pistli í Financial Times varar hann við þróun þar sem peninga­stefna er beygð undir þarfir ríkis­sjóðs, fremur en að þjóna stöðug­leika­mark­miðum.

„Þegar ríkis­fjár­mál ráða ferðinni og peninga­stefna er nýtt til að lækka vaxta­kostnað ríkisins eða fjár­magna halla­rekstur hættir seðla­bönkum til að verða eins konar tæki í höndum stjórn­valda í stað sjálf­stæðra vörslu­manna verðstöðug­leika,“ skrifar Halda­ne.

Hækkandi skuldir og pólitískar freistingar

Hann bendir á að öll G7-ríkin búi nú við fjár­laga­halla sem nemur að meðaltali 6% af lands­fram­leiðslu og heildar­skuldir þeirra séu komnar yfir 100% af VLF, mesta hlut­fall síðan á stríðsárunum.

Auknar út­gjalda­kröfur vegna öldrunar þjóðar, lofts­lags­breytinga og nýrra pólitískra lof­orða ýta enn frekar undir halla­rekstur.

„Við erum að færast í átt að aðstæðum þar sem stjórn­völd beita peninga­stefnu til að þóknast kjó­sendum frekar en að halda verðbólgu í skefjum. Það er kjarni fjár­lagalýðskrumsins,“ skrifar Halda­ne.

Seðla­bankar eru þegar farnir að hlaupa undir bagga

Halda­ne bendir á að seðla­bankar hafi þegar gegnt hlut­verki ríkis­fjár­mögnunar, einkum með svo­nefndri magn­bundinni íhlutun (qu­antita­ti­ve easing, QE). Slíkar að­gerðir voru rétt­lætan­legar eftir fjár­mála­kreppuna til að koma í veg fyrir verðhjöðnun, en síðari lotur QE, sér­stak­lega í kjölfar far­aldursins, hafi fyrst og fremst verið til þess fallnar að róa skulda­bréfa­markaði.

Seðla­bankar í Bret­landi og Japan héldu um tíma á nær helmingi ríkis­skulda­bréfa og sam­bæri­leg þróun átti sér stað í Bandaríkjunum og á evru­svæðinu.

Nú sé hins vegar verið að færa sig inn í beina íhlutun. Donald Trump hefur t.d. lýst því yfir að hver 1 pró­sentu lækkun á vöxtum myndi spara ríkis­sjóði 360 milljarða dollara ár­lega meðan hann þrýstir á seðlabankann að lækka vexti með hags­muni ríkisins í huga.

Slíkar að­gerðir eru dæmi um það sem Halda­ne kallar „front-door fis­cal dominance“.

Þessi hætta eykst með vaxandi hlut­falli skammtíma­skulda ríkja.

Í Bandaríkjunum eru nú tveir þriðju ríkis­skulda með undir fimm ára líftíma. Sam­bæri­leg þróun sést í mörgum OECD-ríkjum, þar sem stór hluti skulda þarf að endur­fjár­magna innan þriggja ára.

Lýðskrum á kostnað sjálf­stæðis

Halda­ne segir að í slíkum aðstæðum skapist hvati fyrir stjórn­völd til að þrýsta á seðla­banka um að lækka vexti, svo að endur­fjár­mögnun skulda verði ódýrari.

Þannig myndist víta­hringur: lægri vextir ýta undir hærri langtíma­vexti, sem aftur leiða til styttri skulda­bréfa og meiri þrýstings á seðla­bankann.

Hann bendir á að þessi þróun sé kunnug­leg frá þróunar­löndum þar sem sjálf­stæði seðla­banka er veikt og skulda­bréfa­markaðir vanþróaðir – og nefnir sér­stak­lega Tyrk­land sem dæmi.

Þrátt fyrir að flest þróuð ríki bjóði upp á laga­legar varnir gegn pólitískum af­skiptum af peninga­stefnu þá hafi markaðir í raun sýnt að þeir hafa tak­markaða þolin­mæði fyrir slíku lýðskrumi.

Upp­gangur langtíma­vaxta í Bandaríkjunum undan­farið endur­spegli ugg markaðarins og hafi dregið fram hálf­volgar aftur­köllunar frá Trump sjálfum.

„Ef stærsta hag­kerfi heims og voldugasti seðla­banki heims eru ekki ónæm fyrir fjár­lagalýðskrumi, þá er enginn það,“ segir Halda­ne að lokum.