Alþjóðlegir fjármálamarkaðir þegar fjárfestar héldu áfram að melta möguleg áhrif tolla á afkomu fyrirtækja auk óvissu um framvindu viðræðna í alþjóðaviðskiptum.
Í Bandaríkjunum voru horfur á hlutabréfamörkuðum fremur rólegar eftir lækkun í síðustu viðskiptum, þar sem S&P 500 rauf sigurgöngu sína með lokatölu undir sögulegu hámarki.
Framvirkir samningar með S&P 500 eru fremur stöðugir á meðan Nasdaq hefur hækkað um 0,4%.
Fjárfestar eru að fylgjast með áhrifum aukinna tolla á hagnað fyrirtækja en samkvæmt The Wall Street Journal er verið að leita eftir vísbendingum um hvaða áhrif tollar muni hafa á tekjur og verðmöt.
Á sama tíma er beðið eftir vaxtaákvörðunum frá bæði bandaríska Seðlabankanum og kanadíska Seðlabankanum síðar í dag, þar sem búist er við að vextir haldist óbreyttir.
Þá er einnig von á árshlutauppgjörum frá stórfyrirtækjum á borð við Microsoft, Meta og Qualcomm meðal annars í dag.
Á evrópskum mörkuðum lækkaði Stoxx Europe 600 um 0,3% í fyrstu viðskiptum.
Þýska DAX-vísitalan lækkaði örlítið meðan franska CAC 40 hækkaði lítillega eftir að landsframleiðsla þar jókst um 0,3% á ársfjórðungi, talsvert meira en væntingar gerðu ráð fyrir.
Ítalía skilaði einnig jákvæðum takti, en FTSE 100 í Bretlandi lækkaði um 0,4%.
Af einstökum fyrirtækjum í Evrópu má nefna að Kering sem hefur hækkað um rúm 3% í dag. Hlutabréfaverð Porsche hefur hækkað um rúm 2% á meðan gengi Adidas hefur lækkað um rúm 8%.
Í Asíu var þróunin ekki síður misjöfn. Japanska Nikkei 225 vísitalan stóð í stað á meðan Hang Seng-vísitalan í Hong Kong lækkaði um 1,1% og
Gengi Bandaríkjadals lækkaði lítillega eftir að hafa náð eins mánaðar hámarki deginum áður.
Á skuldabréfamörkuðum stöðvaðist lækkun á ávöxtunarkröfum en fjárfestar veðja á að Seðlabankinn muni halda vöxtum óbreyttum í dag en grípa til tveggja vaxtalækkana fyrir árslok.
Ávöxtun tveggja og tíu ára ríkisskuldabréfa stóð í stað, en 30 ára bréfið lækkaði lítillega í 4,863%.