Nýjustu gögn Nas­daq og Kóða sýna að verð/hagnaðar­hlut­fall (V/H) og svo­kallað CAPE-hlut­fall fyrir OMXI15-vísitöluna hafa lækkað veru­lega og eru nú á lægsta stigi frá árinu 2017.

Sam­kvæmt greiningu Brynjars Arnar Ólafs­sonar stóð CAPE-hlut­fallið í 19,5 í ágúst á meðan hefðbundið V/H var 14,4.

CAPE hefur ekki verið svo lágt síðan í desember 2017 og V/H ekki síðan í júní 2023.

CAPE stendur fyrir Cycli­cally Adju­sted Price-to-Earnings og er stundum kallað Shiller V/H eftir hag­fræðipró­fessornum Robert Shiller sem þróaði mæli­kvarðann.

Hann tekur mið af meðaltali hagnaðar síðustu tíu ára, leiðréttum fyrir verðbólgu, og setur það í sam­hengi við núverandi markaðsvirði.

Með því að jafna út skammtíma­sveiflur og verðbólgu gefur CAPE þannig raunsærri mynd af verðmati markaða en hefðbundið V/H sem horfir aðeins til hagnaðar síðasta árs.

Hátt CAPE bendir til þess að markaður geti verið of hátt metinn, en lágt CAPE bendir til væntinga um hærri langtímaávöxtun.

Verðbólga mældist 3,8% í ágúst sem er hjöðnun úr 3,95% í júlí og lægsta verðbólgumæling frá upp­hafi árs 2021.

Á sama tíma dróst verg lands­fram­leiðsla saman um 1,9% á árs­grund­velli á öðrum árs­fjórðungi 2025 sem er meiri sam­dráttur en opin­berar spár höfðu gert ráð fyrir.

Til saman­burðar var verðbólga í Bandaríkjunum 2,7% í júlí og ávöxtunar­krafa 10 ára ríkis­skulda­bréfa þar 3,9%.

Þegar CAPE er lágt, eins og á Ís­landi núna, þýðir það yfir­leitt að hluta­bréf séu ódýrari miðað við hagnaðinn sem fyrir­tækin hafa skilað að jafnaði síðustu 10 ár.

Þetta er þó ekki spá um skammtíma­verðþróun heldur vís­bending um að vænt langtímaávöxtun geti verið hærri á mörkuðum með lágt CAPE en þeim sem eru með hátt CAPE, allt öðru jöfnu.

Brynjar tekur saman­burð við Bandaríkin en CAPE stendur í 37,9 fyrir S&P 500 vísitöluna. Þetta hlut­fall er mjög hátt í sögu­legu sam­hengi og bendir til þess að hluta­bréf þar séu al­mennt dýr miðað við langtíma­meðal­tal hagnaðar.

Bæði á Ís­landi og í Bandaríkjunum eru vísitölurnar þó áfram á því stigi að áhættuálag hluta­bréfa miðað við ríkis­skulda­bréf er neikvætt.

Á Ís­landi voru ávöxtunar­kröfur ríkis­skulda­bréfa 7,18% í lok ágúst með 3,4% verðbólguálagi, á meðan Seðla­banki Ís­lands hélt stýri­vöxtum óbreyttum í 7,5%.

Á sama tíma dróst verg lands­fram­leiðsla saman um 1,9% á árs­grund­velli á öðrum árs­fjórðungi 2025 sem er meiri sam­dráttur en opin­berar spár höfðu gert ráð fyrir.

Til saman­burðar var verðbólga í Bandaríkjunum 2,7% í júlí og ávöxtunar­krafa 10 ára ríkis­skulda­bréfa þar 3,9%.

Þegar CAPE er lágt, eins og á Ís­landi núna, þýðir það yfir­leitt að hluta­bréf séu ódýrari miðað við hagnaðinn sem fyrir­tækin hafa skilað að jafnaði síðustu 10 ár.

Þetta er þó ekki spá um skammtíma­verðþróun heldur vís­bending um að vænt langtímaávöxtun geti verið hærri á mörkuðum með lágt CAPE en þeim sem eru með hátt CAPE, allt öðru jöfnu.