Áhugi Donalds Trump, fyrr­verandi for­seta Bandaríkjanna, á því að eignast Græn­land hefur breytt viðhorfi Dana til Bandaríkjanna og leitt til þess að Dan­mörk leitar nú í auknum mæli til Evrópuríkja eftir stuðningi við öryggis­mál og sjálfsákvörðunarrétt stærsta landsvæðis síns.

Sam­kvæmt nýjustu könnunum eru aðeins 20% Dana með jákvætt viðhorf gagn­vart Bandaríkjunum saman­borið við 48% í ágúst í fyrra. Í annarri könnun lýstu 41% Dana því yfir að þeir litu á Bandaríkin sem ógn við land sitt en The Wall Street Journal greinir frá.

Claus Hjort Frederik­sen, fyrr­verandi varnar­málaráðherra Dan­merkur, segir í sam­tali við WSJ að þaðséué von­brigði að sam­skipti ríkjanna séu á þessum stað.

„Við höfum staðið með Bandaríkjunum í Afgan­istan, Írak og víða.enn nú virðist það engu skipta,“ sagði hann. Hann bætti við að synir hans væru „mjög, mjög reiðir við Bandaríkin“.

Rasmus Jar­lov, þing­maður fyrir Íhalds­flokkinn, segir jafn­vel dag­legt neyslu­mynstur hafa breyst.

„Það er ekki lengur vinsælt að fara í frí til Bandaríkjanna. Á mínu heimili kaupum við ekki einu sinni Heinz tómatsósu lengur.“

Bandarískir em­bættis­menn hafa einnig gefið í skyn að Dan­mörk sé ekki að standa sig í öryggis­málum á Græn­landi.

JD Vance vara­for­seti sagði í heimsókn á bandaríska her­stöð á norðan­verðu Græn­landi í mars að eyjan væri „ekki örugg undir stjórn Dana“ og væri betur komin undir verndar­væng Bandaríkjanna.

For­sætis­ráðherra Dan­merkur, Mette Frederik­sen, lýsti í kjölfarið yfir róttækumm og djúp­stæðum ágreiningi“ við bandarísk stjórn­völd.

Það að Græn­land hafi ekki verið nefnt á ný­legum leið­toga­fundi NATO í Haa, telja dansk stjórn­völd að málið sé langt frá því að vera af­greitt.

Danskir em­bættis­menn viður­kenna að landið hefur tak­markaða hernaðar­lega viðveru á Græn­landi.

„Ef til átaka kæmi væru viðbrögðin lík­lega að af­henda lykilinn og taka næsta flug heim,“ sagði hernaðar­fræðingurinn Peter Viggo Jakob­sen. „Við höfum fjóra hunda­s­leða og borgara­lega lög­reglu – ekkert meira.“

Í kjölfar­ aukinnar spennu hafa Evrópuríki brugðist við.

Frakk­lands­for­seti Emmanuel Macron heimsótti Græn­land í júní ásamt Mette Frederik­sen og til­kynnti um nýjar fjár­festingar og opnun franskrar ræðis­manns­skrif­stofu í Nuuk – aðeins sú þriðja á svæðinu, ásamt sendiskrif­stofum Ís­lands og Bandaríkjanna.

„Við í Evrópu lítum svo á að Græn­land sé ekki til sölu og eigi ekki að verða tekið með valdi,“ sagði Macron og bætti við: „Þegar skila­boð eru send til Græn­lands eru þau einnig send til Evrópu og við hlustum.“

Græn­lensk stjórn­völd, sem hafa víðtæka sjálf­stjórn og stefna að sjálf­stæði til lengri tíma, hafa hafnað hvers kyns inn­limun Bandaríkjanna.

Ný ríkis­stjórn, sem tók við eftir kosningar í mars, fékk 74% at­kvæða og vinnur nú með dönskum stjórn­völdum að því að efla sjálf­stjórn eyjunnar enn frekar.