Áhugi Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, á því að eignast Grænland hefur breytt viðhorfi Dana til Bandaríkjanna og leitt til þess að Danmörk leitar nú í auknum mæli til Evrópuríkja eftir stuðningi við öryggismál og sjálfsákvörðunarrétt stærsta landsvæðis síns.
Samkvæmt nýjustu könnunum eru aðeins 20% Dana með jákvætt viðhorf gagnvart Bandaríkjunum samanborið við 48% í ágúst í fyrra. Í annarri könnun lýstu 41% Dana því yfir að þeir litu á Bandaríkin sem ógn við land sitt en The Wall Street Journal greinir frá.
Claus Hjort Frederiksen, fyrrverandi varnarmálaráðherra Danmerkur, segir í samtali við WSJ að þaðséué vonbrigði að samskipti ríkjanna séu á þessum stað.
„Við höfum staðið með Bandaríkjunum í Afganistan, Írak og víða.enn nú virðist það engu skipta,“ sagði hann. Hann bætti við að synir hans væru „mjög, mjög reiðir við Bandaríkin“.
Rasmus Jarlov, þingmaður fyrir Íhaldsflokkinn, segir jafnvel daglegt neyslumynstur hafa breyst.
„Það er ekki lengur vinsælt að fara í frí til Bandaríkjanna. Á mínu heimili kaupum við ekki einu sinni Heinz tómatsósu lengur.“
Bandarískir embættismenn hafa einnig gefið í skyn að Danmörk sé ekki að standa sig í öryggismálum á Grænlandi.
JD Vance varaforseti sagði í heimsókn á bandaríska herstöð á norðanverðu Grænlandi í mars að eyjan væri „ekki örugg undir stjórn Dana“ og væri betur komin undir verndarvæng Bandaríkjanna.
Forsætisráðherra Danmerkur, Mette Frederiksen, lýsti í kjölfarið yfir róttækumm og djúpstæðum ágreiningi“ við bandarísk stjórnvöld.
Það að Grænland hafi ekki verið nefnt á nýlegum leiðtogafundi NATO í Haa, telja dansk stjórnvöld að málið sé langt frá því að vera afgreitt.
Danskir embættismenn viðurkenna að landið hefur takmarkaða hernaðarlega viðveru á Grænlandi.
„Ef til átaka kæmi væru viðbrögðin líklega að afhenda lykilinn og taka næsta flug heim,“ sagði hernaðarfræðingurinn Peter Viggo Jakobsen. „Við höfum fjóra hundasleða og borgaralega lögreglu – ekkert meira.“
Í kjölfar aukinnar spennu hafa Evrópuríki brugðist við.
Frakklandsforseti Emmanuel Macron heimsótti Grænland í júní ásamt Mette Frederiksen og tilkynnti um nýjar fjárfestingar og opnun franskrar ræðismannsskrifstofu í Nuuk – aðeins sú þriðja á svæðinu, ásamt sendiskrifstofum Íslands og Bandaríkjanna.
„Við í Evrópu lítum svo á að Grænland sé ekki til sölu og eigi ekki að verða tekið með valdi,“ sagði Macron og bætti við: „Þegar skilaboð eru send til Grænlands eru þau einnig send til Evrópu og við hlustum.“
Grænlensk stjórnvöld, sem hafa víðtæka sjálfstjórn og stefna að sjálfstæði til lengri tíma, hafa hafnað hvers kyns innlimun Bandaríkjanna.
Ný ríkisstjórn, sem tók við eftir kosningar í mars, fékk 74% atkvæða og vinnur nú með dönskum stjórnvöldum að því að efla sjálfstjórn eyjunnar enn frekar.