Steve Mnuchin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, hefur varað Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar bandaríska þingsins, við því að verði skuldaþak bandaríska ríkisins ekki hækkað sé hætta á því að Bandaríkin muni verða uppiskroppa með lausafé í september. Þetta kemur fram á vef
Bloomberg
.
„Miðað við uppfærðar sviðsmyndir þá er möguleiki á að lausafjárþurrð blasi við í upphafi september, það er áður en þingið kemur saman á ný eftir sumarfrí,“ segir í bréfi sem Mnuchin sendi Pelosi í dag. „Sökum þess óska ég eftir því að þingið hækki skuldaþakið áður en sumarfrí hefst.“
Pelosi sagði í gær að stefnt væri að því að hækka skuldaþakið en óvíst væri hvort samkomulag myndi nást áður en sumarleyfi, sem áætlað er þann 26. júlí, hefst. Umrætt frí mun vara í sex vikur.
Sem stendur nema heildarskuldir bandaríska ríkisins um 22.489 milljörðum dollara eða tæpum 106% af landsframleiðslu.