Í hinni eftirminnilegu kvikmynd Office Space gegna skil á svokölluðum TPS-skýrslum lykilhlutverki fyrir framvindu sögunnar. TPS-skýrslan er einhvers konar helgigripur hugarheimsins sem kvikmyndin gerir grín að – merkingarlaus pappír sem samt er upphafinn til mikilvægis af stjórnendum sem vita sjálfir ekki af hverju.

Í skýrslu sem ráðgjafafyrirtækið Intellecon vann fyrir Samtök fyrirtækja í fjármálaþjónustu um þjóðhagsleg áhrif og rekstrarumhverfi fjármálageirans, og gefin var út í fyrra, má finna sláandi tölur um hversu mikil orka í starfi fjármálafyrirtækja fer í skýrsluskil til
eftirlitsaðila. Þar segir að allt að helmingur af starfsemi áhættustýringa og regluvörslu fari í vinnu sem felst í skýrsluskilum til eftirlitsaðila og í að tryggja gagnaflæði.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 5.995 kr. á mánuði