Á dögunum sótti íslenski hjólaframleiðandinn Lauf Cycles um skráningu vörumerkjanna Seigla, Úthald og Elja. Orðmerkin skírskota til eiginleika sem eru mikilvægir í reiðhjólaheiminum: Seigla fyrir malarhjól, úthald fyrir götuhjólreiðar og elja þegar hjólað er á fjöllum. Vörumerkin bætast í safn skráðra hugverkaréttinda félagsins, einkaleyfa og vörumerkja, sem njóta réttarverndar á helstu sölu-, samkeppnis- og framleiðslumörkuðum. Lauf byggir starfsemi sína á hugviti og nýsköpun og hefur frá upphafi haldið þétt utan um hugverk sín, í því skyni að tryggja sér samkeppnisforskot og styrkja grundvöll félagsins til vaxtar og útrásar. Hvert einkaleyfi getur veitt einkarétt til hagnýtingar á uppfinningum fyrirtækisins til tuttugu ára en vörumerkin vara svo lengi sem skráningu þeirra er haldið við. Vandað val á merki, trygg vernd og markviss uppbygging viðskiptavildar með áherslu á gæði vöru og þjónustu, fléttað við ímynd nýsköpunar og metnaðarfullrar vöruþróunar, hefur markað Lauf sérstöðu á alþjóðlegum markaði. Þetta eru eignir félagsins, verndaðar af eignarréttarákvæði stjórnarskrár.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 5.995 kr. á mánuði