Geir Gunnar Geirsson, framkvæmdastjóri og stærsti hluthafi Stjörnugríss, festi í síðasta mánuði kaup á einbýlishúsi að Steinavör 6 á Seltjarnarnesi fyrir 365 milljónir króna. Seljandi er Margrét Pálsdóttir.
Um er að ræða 524 fermetra tveggja hæða einbýlishús með 6 svefnherbergjum á stórri sjávarlóð. Húsið, sem var byggt árið 1988, var teiknað af Halldóri H. Jónssyni arkitekt. Nálgast má myndir af eigninni hér.
Verð á fermetra var tæplega 700 þúsund krónur. Fasteignmat eignarinnar er 346 milljónir króna.
Smartland greindi frá því í sumar að Geir Gunnar hefði sett 296 fermetra einbýlishús sitt í Mosfellsbæ á sölu. Ásett verð á eigninni var 260 milljónir króna.

Geir Gunnar Geirsson, forstjóri Stjörnugríss.
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)