Breytingar hafa verið gerðar á framkvæmdastjórn Hagkaups en Eva Laufey Kjaran hefur tekið þar sæti. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Stjórnina skipa, Sigurður Reyndaldsson framkvæmdastjóri Hagkaups, Brynjar H. Ingólfsson rekstrarstjóri innkaupa- og markaðssviðs, Svanberg Halldórsson rekstrarstjóri verslana- og rekstrarsviðs, Arndís Arnarsdóttir starfsmannastjóri, Ísak Pálmason fjármálastjóri og Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir, markaðs- og upplifunarstjóri.

Sigurður Reynaldsson framkvæmdastjóri Hagkaup:

„Hagkaup hefur ákveðið að styrkja framkvæmdastjórn sína enn frekar með öflugum liðsauka.  Það er ekki langt síðan að Eva Laufey hóf störf há félaginu og hefur hún sýnt mikið frumkvæði og komið ferska vinda inn í félagið.  Við erum því stolt að fá hana inn í framkvæmdastjórn félagsins þar sem fyrir eru öflugir einstaklingar sem búa yfir víðtækri reynslu hvert á sínu sviði.  Ég hef því þá trú að þessi öflugi hópur muni ásamt öllum okkar frábæru starfsmönnum leiða Hagkaup inn í spennandi tíma á komandi tímum og við lítum björtum augum til framtíðar.“