Einar Geirsson var í júní ráðinn forstöðumaður nýsköpunar hjá íslenska heilbrigðistæknifyrirtækinu Helix. Hann hafði þá verið búsettur í Svíþjóð í tíu ár þar sem hann starfaði hjá Platform24.

Það fyrirtæki er eitt umsvifamesta heilbrigðistæknifyrirtæki Svíþjóðar en Einar byrjaði þar í mars 2020, um það leyti sem heimsfaraldur skall á. Fyrirtækið stækkaði þá fljótlega úr 20 manna teymi í 180 starfsmenn.

Einar er fæddur í Svíþjóð en hefur verið mikið á flakki alla sína ævi. Foreldrar hans fluttu með hann og bróður hans til að mynda til Gínea-Bissaú í Vestur-Afríku þegar hann var aðeins sex ára.

„Pabbi var þá að sjá um heilsugæsluna í Biombo-héraði og var eini læknirinn þar meðal rúmlega hundrað þúsund íbúa. Ég ólst því upp við mikið læknatal en þar í landi var mikið um kóleru og malaríu. Mamma er líka mannfræðingur en þau höfðu bæði búið þar áður en við bræðurnir fæddumst.“

Nánar er fjallað um Einar í Viðskiptablaði vikunnar. Áskrifendur geta nálgast umfjöllunina í heild sinni hér.