Skiptum á félaginu IceCapital ehf., sem hét áður Sund, lauk á mánudaginn í síðustu viku, 28. mars, en búið var tekið til gjaldþrotaskipta í mars 2012. Almennar kröfur námu 49,6 milljörðum króna og upp í það fengust 438,7 milljónir eða um 0,88%. Greint er frá skiptalokunum í Lögbirtingablaðinu.

IceCapital var í eigu Jón Kristjánssonar, Gabríelu Kristjánsdóttur og Gunnþórunni Jónsdóttur í lok árs 2009, samkvæmt síðasta ársreikningi félagsins sem skilað var inn til Skattsins. Félagið hélt utan um fjárfestingar afkomenda Óla Kr. Sigurðssonar sem var oftast kenndur við Olís.

Sjá einnig: 8,6 milljarða gjaldþrot IceProperties

Viðskiptablaðið sagði frá því árið 2019 þegar skiptum lauk á IceProperties ehf., dótturfélagi IceCapital. IcePorperties var lýst gjaldþrota árið 2011, en félagið fékk 7,8 milljarða að láni frá Glitni árið 2008 til kaupa á hlutabréfum bankans.