Aðeins nítján prósent borgarbúa eru ánægð með störf Heiðu Bjargar Hilmisdóttur borgarstjóra samkvæmt könnun Maskínu.

Er það einu prósentustigi minna en í apríl þegar sambærileg könnun var gerð. Um 45% borgarbúa eru hins vegar óánægð með störf hennar og 36% svöruðu að þeir væru í meðallagi ánægðir.

Heiða Björg tók við embætti borgarstjóra í febrúar þegar nýr meirihluti amfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Vinstri grænna og Flokks fólksins tók við völdum í borginni.

Ánægja með störf Dags B. Eggertssonar var síðast mæld nóvember 2023, eða rétta áður hann lét af embætti.

Þá voru 25% svarenda ánægð með Dag B. Eggertsson sem borgarstjóra, eða sex prósentustigum meiri en með störf Heiðu Bjargar. Óánægjan var einnig meiri með Dag, en 50% aðspurða voru óánægðir með störf hans. Um 25% voru í meðallagi ánægð.

Könnun Maskínu var gerð 18. til 25. ágúst. Svarendur voru 1.029 úr hópi fólks átján ára og eldri sem búsett er í Reykjavík.