Ríkis­sjóður hélt á mánu­daginn reglu­bundið út­boð ríkis­víxla. Vaxta­kjör víxlanna voru rúm­lega 7,6%, sem undir­strikar að skammtíma­fjár­mögnun ríkis­sjóðs er áfram dýr.

Út­boðinu sem lauk á mánu­daginn fór fram á sama tíma og ríkis­sjóður þurfti að greiða upp víxla með gjald­daga, og var í reynd um endur­fjár­mögnun að ræða fremur en nýja fjáröflun.

Um reglu­bundið út­boð var að ræða en engu að síður er þó at­hyglis­vert að ríkis­sjóður virðist ekki enn vera byrjaður að nýta féð úr Ís­lands­bankasölunni í maí til að grynnka á skammtíma­skuldir sínar, líkt og markaðsaðilar bjuggust við.

Með því að halda áfram fjár­mögnun ríkis­sjóðs með þessum hætti er verið að viðhalda háu vaxta­stigi á stuttum skulda­bréfum og festa í sessi kostnað sem speglast út í aðra skammtíma­vaxta­fjár­mögnun á markaði.

Gunnar Örn Er­lings­son, for­stöðumaður skulda­bréfa­miðlunar Arion banka, segir að það hefði verið til­valið fyrir ríkið að nýta fjár­munina úr Ís­lands­bankasölunni til að minnka stöðu útistandandi víxla.

Slíkt hefði dregið úr fram­boði víxla, lækkað skammtíma­vexti og sparað vaxta­kostnað ríkis­sjóðs. Ágúst­víxillinn sem er á gjald­daga er um 36 milljarðar og var hann svo gott sem endur­fjár­magnaður að fullu í út­boðinu á mánu­daginn, sem sýnir að stjórn­völd séu ekki að draga úr útistandandi skammtíma­skuldum að sinni með fénu sem fékkst úr sölunni á Ís­lands­banka.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 5.995 kr. á mánuði