Ríkissjóður hélt á mánudaginn reglubundið útboð ríkisvíxla. Vaxtakjör víxlanna voru rúmlega 7,6%, sem undirstrikar að skammtímafjármögnun ríkissjóðs er áfram dýr.
Útboðinu sem lauk á mánudaginn fór fram á sama tíma og ríkissjóður þurfti að greiða upp víxla með gjalddaga, og var í reynd um endurfjármögnun að ræða fremur en nýja fjáröflun.
Um reglubundið útboð var að ræða en engu að síður er þó athyglisvert að ríkissjóður virðist ekki enn vera byrjaður að nýta féð úr Íslandsbankasölunni í maí til að grynnka á skammtímaskuldir sínar, líkt og markaðsaðilar bjuggust við.
Með því að halda áfram fjármögnun ríkissjóðs með þessum hætti er verið að viðhalda háu vaxtastigi á stuttum skuldabréfum og festa í sessi kostnað sem speglast út í aðra skammtímavaxtafjármögnun á markaði.
Gunnar Örn Erlingsson, forstöðumaður skuldabréfamiðlunar Arion banka, segir að það hefði verið tilvalið fyrir ríkið að nýta fjármunina úr Íslandsbankasölunni til að minnka stöðu útistandandi víxla.
Slíkt hefði dregið úr framboði víxla, lækkað skammtímavexti og sparað vaxtakostnað ríkissjóðs. Ágústvíxillinn sem er á gjalddaga er um 36 milljarðar og var hann svo gott sem endurfjármagnaður að fullu í útboðinu á mánudaginn, sem sýnir að stjórnvöld séu ekki að draga úr útistandandi skammtímaskuldum að sinni með fénu sem fékkst úr sölunni á Íslandsbanka.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 5.995 kr. á mánuði