Ríkissjóður hélt á mánudaginn fyrir viku síðan reglubundið útboð ríkisvíxla. Vaxtakjör víxlanna voru rúmlega 7,6%, sem undirstrikar að skammtímafjármögnun ríkissjóðs er áfram dýr. Ríkissjóður hefur enn sem komið er ekki nýtt ágóða Íslandsbankasölunnar í að grynnka á ríkisvíxlastabbanum.
Útboðið sem lauk á mánudaginn fór fram á sama tíma og ríkissjóður þurfti að greiða upp víxla með gjalddaga, og var í reynd um endurfjármögnun að ræða fremur en nýja fjáröflun. Um reglubundið útboð var að ræða en engu að síður er þó athyglisvert að ríkissjóður virðist ekki enn vera byrjaður að nýta féð úr Íslandsbankasölunni í maí til að grynnka á skammtímaskuldir sínar, líkt og markaðsaðilar bjuggust við. Með því að halda áfram fjármögnun ríkissjóðs með þessum hætti er verið að viðhalda háu vaxtastigi á stuttum skuldabréfum og festa í sessi kostnað sem speglast út í aðra skammtímavaxtafjármögnun á markaði.
Gunnar Örn Erlingsson, forstöðumaður skuldabréfamiðlunar Arion banka, segir að það hefði verið tilvalið fyrir ríkið að nýta fjármunina úr Íslandsbankasölunni til að minnka stöðu útistandandi víxla. Slíkt hefði dregið úr framboði víxla, lækkað skammtímavexti og sparað vaxtakostnað ríkissjóðs. Ágústvíxillinn sem er á gjalddaga er um 36 milljarðar og var hann svo gott sem endurfjármagnaður að fullu í útboðinu á mánudaginn, sem sýnir að stjórnvöld séu ekki að draga úr útistandandi skammtímaskuldum að sinni með fénu sem fékkst úr sölunni á Íslandsbanka.
„Ég hefði talið heppilegt að fjármunirnir sem fengust úr Íslandsbankasölunni færu fyrst og fremst í að minnka þennan ríkisvíxlastabba, þar sem þetta er skammtímafjármögnun og endurgreiðsluferillinn er tiltölulega stuttur hjá ríkinu,“ segir Gunnar.
„Það var heldur ekki ákveðið að minnka útgáfuáætlun ríkisbréfa í júnílok, sem við bjuggumst svo sem heldur ekkert við. En ég hefði haldið að þessi peningur myndi nýtast fyrst og fremst í að létta á þessari skammtímafjármögnun ríkissjóðs.“
„Það var heldur ekki ákveðið að minnka útgáfuáætlun ríkisbréfa í júnílok, sem við bjuggumst svo sem heldur ekkert við. En ég hefði haldið að þessi peningur myndi nýtast fyrst og fremst í að létta á þessari skammtímafjármögnun ríkissjóðs.“
Útistandandi ríkisvíxlar nema rúmlega 130 milljörðum króna. Þetta þýðir að ríkið greiðir nú árlega um 10 milljarða króna í vexti af þeim ríkisvíxlum sem eru útistandandi.
„Það er hægt að gera ýmislegt annað við þessa peninga,“ segir Gunnar Örn um þessa vaxtagreiðslu ríkisins. Gunnar segir þó mikilvægt að hafa í huga að ríkissjóður hefur enn fjölmörg tækifæri til að grynnka á ríkisvíxlastabbanum, þó að slíkt hafi ekki enn gerst eftir söluna í maí, enda útboð og gjalddagar ríkisvíxla að jafnaði mánaðarlega.
Ríkisvíxlar eru lykilviðmið á peningamarkaði og við miðlun skammtímavaxta í hagkerfinu. Þegar ríkissjóður heldur úti stórri útgáfu víxla festir það frekar í sessi háa skammtímavexti sem bankar, lífeyrissjóðir og aðrir fjárfestar taka mið af í eigin verðlagningu. Þar með er dýr skammtímafjármögnun ríkissjóðs einnig að þrýsta á áframhaldandi háan kostnað heimila og fyrirtækja í formi útlánavaxta.
Dýr sveigjanleiki
Fjölmargir markaðsaðilar höfðu gert ráð fyrir að hluti andvirðis sölunnar á Íslandsbanka, sem skilaði ríkissjóði hátt í hundrað milljörðum í sumar, yrði nýttur til að greiða niður víxlastabbann.
Það hefði dregið úr framboði á stuttum víxlum, lækkað skammtímavexti og minnkað vaxtakostnað ríkisins. Þvert á móti hafa Lánamál ríkisins og fjármálaráðuneytið valið að endurfjármagna víxla í stað þess að greiða þá upp, sem viðheldur þrýstingi á stutta markaðsvexti.
Samkvæmt formlegri lánastefnu stjórnvalda eru ríkisvíxlar lykiltæki í lausafjárstýringu ríkissjóðs og geta verið gefnir útmeð allt að 12 mánaða líftíma.
Áskrifendur geta lesið meira um málið hér.