Mjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík tapaði 40 milljónum króna í fyrra, samanborið við 36 milljóna króna hagnað árið 2023.
Í ársreikningi segir að umfangsmikil fjárfestinga- og endurbótaverkefni á árinu hafi haft í för með sér aukinn kostnað en gert er ráð fyrir að verkefnunum ljúki fyrir árslok 2025. Hlutafé félagsins var aukið um 527 milljónir á árinu en framtakssjóðurinn SÍV IV, sem er í stýringu Stefnis, á nú 84% hlut Örnu.
Lykiltölur / Arna ehf.
2023 | |||||||
1.872 | |||||||
111 | |||||||
847 | |||||||
36 |
Fréttin birtist fyrst í Viðskiptablaðinu sem kom út 20. ágúst 2025.
Uppfært:
Í upprunalegri frétt var fullyrt að Hálfdán Óskarsson væri framkvæmdastjóri Örnu en Gunnar B. Sigurgeirsson tók við sem framkvæmdastjóri í mars sl.