Velta breska lyfjaframleiðandans AstraZeneca jókst um 19% á milli ára á þriðja ársfjórðungi og nam tæplega 11 milljörðum dala, eða sem nemur tæpum 1.600 milljörðum króna.
Veltan fór fram úr væntingum greiningaraðila. The Times greinir frá þessu.
Félagið áætlar að tekjur þess á árinu muni aukast um allt að 30% á milli ára. Meðal þess sem jók veltuna á milli ára var sala á COVID-19 lyfinu Evusheld, en tekjur af lyfinu námu 537 milljónum dala á árinu.
Á sama tíma og eftirspurn eykst eftir Evushed, þá hefur dregist saman eftirspurnin eftir bóluefni félagsins, sem er eitt mest notaða bóluefni heims í faraldrinum. Þá hefur félagið einblínt á framleiðslu lyfja til brjóstakrabbameinsmeðferðar, en greinendur telja að umrætt lyf geti skapað félaginu marga milljarða dala í tekjur.