141 milljónar króna tap varð af rekstri Algalífs á síðasta ári en þó minnkaði tapið verulega frá fyrra ári er félagið tapaði 547 milljónum.

Tekjur námu rétt rúmlega 1,5 milljörðum króna og jukust um 244 milljónir króna frá fyrra ári. Rekstrargjöld námu rúmlega 1,6 milljörðum og lækkuðu lítillega milli ára.

Eignir félagsins námu 5 milljörðum króna í lok síðasta árs, skuldir 3 milljörðum og eigið fé nærri 2 milljörðum króna.