Bandarísk lofthelgi stendur nú frammi fyrir vaxandi hættu vegna starfsmannaskorts, úreltrar tækni og langvarandi undirfjármögnun. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) gáfu nýlega frá sér.

Skortur á bæði flugumferðastjórum og annarra starfsmanna sem anna flugumferð á bandarískum flugvöllum hefur einnig ollið verulegum töfum.

Algengt vandamál hefur komið upp þegar flugvellir hafa skyndilega þurft að færa starfsfólk til eða frá til að manna lausar stöður og getur valdið misskilningi og samskiptaerfiðleikum. Ákvarðanir sem þessar hafa einnig verið framkvæmdar í hagnaðarskyni.

Að sögn teymisins sem vann skýrsluna er bandarísk lofthelgi þó enn örugg en kallaði engu að síður eftir breytingum til að tryggja áframhaldandi öryggi.

Mikil aukning á flugumferð eftir heimsfaraldur hefur þrengt að starfsfólki flugfélaga og flugvalla sem ná ekki að anna eftirspurnina. Í næstu viku er búist við að álagið verði enn meira fyrir starfsfólkið þegar milljónir Bandaríkjamanna ferðast til að halda upp á þakkargjörðarhátíðina.

Búnaður er einnig kominn vel á aldur og segja flugmálayfirvöld að erfitt sé að finna varabúnað fyrir öryggiskerfi á flugvöllum, til að mynda eru varaloftnet ekki lengur fáanleg fyrir leiðarljós sem notuð eru til að rekja flugvélar.