Bandaríski seðlabankinn tilkynnti rétt í þessu að stýrivextir yrðu óbreyttir en þeir hafa verið 5,5% síðan í júlí.

Bankinn sagði að hann hafi n formlega breytt vaxtahorfum sínum og það komi til greina að lækka vexti á næstu mánuðum ef bankinn er þess fullviss að verðbólguhætta hafi minnkað.

Í stefnuyfirlýsingu sinni sagði bankinn að „áhættan við að ná atvinnu- og verðbólgumarkmiði hafi minnkað.“

Þetta var mun mildari tónn en í fyrri yfirlýsingum þar sem kom fram að hugsanlega yrðu vextir hækkaðir.

Hér fyrir neðan er bein útsending frá vaxtaákvörðunarfundi seðlabankans.

Á sama tíma gaf seðlabankinn til kynna að breytingar á horfum ættu ekki að gefa til kynna að vaxtalækkun væri yfirvofandi.

„Nefndin býst ekki við að rétt sé að lækka markið (5,25-5,5%) fyrr en hún hefur öðlast aukið traust á því að verðbólga sé að færast sjálfbært í átt að 2%,“ segir í yfirlýsingunni.

Verðbólga var 3,4% í Bandaríkjunum í desember eftir að hafa verið 3,1% í nóvember, sem var minnsta verðbólga í fimm mánuði.

Bandarískir fjárfestar höfðu vonast eftir skýrari merkjum um vaxtalækkun og hafa helstu hlutabréfavísitölur lækkað í kjölfar tilkynningarinnar.

Nasdaq vísitalan hefur lækkað um 1,53% í dag, Standard & Pours sem svarar 0,99% og Dow Jones um 0,2%.