Reykjavíkurborg lauk í dag lokuðu skuldabréfaútboði í flokkum RVKN 35 1 og RVK 44 1, þar sem samanlagt 5,6 milljarðar króna að nafnvirði voru seldir.
Í flokknum RVKN 35 1 seldi borgin skuldabréf fyrir 4.645 milljónir króna á ávöxtunarkröfu upp á 8,71 prósent.
Það er töluvert hærra en markaðskrafa ríkisskuldabréfa með svipaðan lánstíma en ríkissjóður er almennt er ríkið með lægstu fjármögnunarkjör allra á íslenskum skuldabréfamarkaði.
Þó að borgin sé ekki í bráðri fjárhagslegri hættu má sjá að markaðurinn vilji fá töluvert háa vexti fyrir að leggja henni til fjármagn.
Skuldsetning hefur aukist á síðustu árum og rekstrarumhverfið er þrengra, bæði vegna hátt vaxtastig og þrýstingur á rekstrarafkomu sveitarfélaga spilar þó einnig hlutverk..
Í hinum flokknum, RVK 44 1, seldi borgin skuldabréf fyrir 960 milljónir króna á ávöxtunarkröfu upp á 4,11 prósent.
Þessi flokkur er verðtryggður og er krafan umtalsvert yfir sambærilegum ríkisbréfum sem eru nú með ávöxtunarkröfu á bilinu 3,5 til 3,9 prósent.
Heildarstærð RVKN 35 1 eftir útboðið er orðin 43,2 milljarðar króna, en flokkurinn er með gjalddaga árið 2035.
RVK 44 1, sem er með lengri líftíma og gjalddaga árið 2044, nemur nú samtals 10 milljörðum króna að nafnvirði.
Vaxtakjörin í RVKN 35 1, sem nálgast 9%, eru há í sögulegu samhengi fyrir sveitarfélag með A-hæstu lánshæfiseinkunn á Íslandi.
Til samanburðar hafa 10 ára ríkisskuldabréf verið með ávöxtunarkröfu á bilinu 6,5–7% síðustu vikur, þannig að borgin greiðir verulega hærri vexti en ríkið.
Útboðið var framkvæmt í einkaútgáfu (e. private placement), án útgáfu lýsingar samkvæmt undanþáguheimild ESB-reglugerðar.