Creditinfo á Íslandi hefur ráðið Örnu Björgu Jónasdóttur í stöðu viðskiptastjóra. Kári Finnsson tekur við stöðu markaðs- og fræðslustjóra fyrirtækisins. Þetta kemur fram í tilkynningu

Arna Björg kemur til Creditinfo frá JS lögmönnum þar sem hún starfaði sem lögfræðingur. Áður starfaði Arna í tæp 10 ár hjá Valitor sem viðskiptastjóri. Hún er með grunn- og meistaragráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík.

Kári kemur úr starfi viðskiptastjóra hjá Creditinfo sem hann hefur sinnt frá árinu 2017. Fram að því starfaði hann sem verkefnastjóri MBA-náms hjá Háskólanum í Reykjavík og þar áður sem aðstoðarritstjóri Viðskiptablaðsins. Kári er með B.Sc. gráðu í hagfræði og B.A. gráðu í listfræði frá Háskóla Íslands. Hann er einnig með M.A. gráðu í listviðskiptum frá Sotheby's Institute of Art.

Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri Creditinfo á Íslandi:

„Við erum spennt að fá öfluga aðila í lykilhlutverk til að styðja við stefnu félagsins um vandaða og faglega ráðgjöf með aukinni fræðslu til viðskiptavina. Umhverfið breytist hratt og það er mikilvægt að fylgja þeim breytingum eftir með öflugu teymi."